Íslenska málfræðifélagið hefur þann tilgang að efla fræðslu um íslenska og almenna málfræði og stuðla að rannsóknum á íslensku máli. Félagið var stofnað 1. desember 1979 og hefur haldið úti öflugri starfsemi síðan þá, meðal annars með útgáfu tímaritsins Íslenskt mál og almenn málfræði, hinni árlegu Rask-ráðstefnu og reglulegum fyrirlestrum og viðburðum allt árið um kring. Með því að gerast félagi styrkir þú starfsemi félagsins, eflir íslensk málvísindi og útgáfu og fræðslu um íslenskt mál.
Árgjald félagsmanna er 6.390 krónur og er rukkun send í heimabanka.
Skráning í félagið fer fram í gegnum eftirfarandi hlekk: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSd9i6FcNfaAUAFGn7KkCJ0nfQCKT6fqY7Qt1x8jk7XdgXIsSg/viewform?usp=dialog
Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið dagu@hi.is. Í tölvupóstinum þarf að koma fram fullt nafn, kennitala og netfang. Ef viðkomandi óskar eftir því að fá prentað eintak af Íslensku máli og almennri málfræði þarf einnig að taka fram heimilisfang. Þau sem eru þegar skráð í félagið geta jafnframt sent tölvupóst ef þau kjósa að afþakka prentað eintak af tímaritinu.