Málvísindakaffi

Íslenska málfræðifélagið stendur fyrir óformlegum rabbfundum sem nefnast Málvísindakaffi. Þessir fundir eru yfirleitt haldnir vikulega yfir vetrartímann, í hádeginu á föstudögum.

 

Hinrik Hafsteinsson í málvísindakaffi 13. september

Í málvísindakaffi í stofu 310 í Árnagarði föstudaginn 13. september kl. 12-13 flytur Hinrik Hafsteinsson meistaranemi erindi sem nefnist

Orðtíðnibók máls sem beinist að börnum

Útdráttur:

Rannsóknarverkefnið „Í beinan karllegg: Skráning talmáls þriggja ættliða“ miðar að skráningu máls sem beint er að börnum (e. child-directed speech), sem fengið er úr barnamálsupptökum. Hluti verkefnisins er gerð orðtíðnibókar úr þessum upptökum, sem Hinrik Hafsteinsson vinnur nú að. Þessi orðtíðnibók verður á endanum í opnum aðgangi og mun hún veita innsýn í ýmsa þætti í máltöku barna. Umsjónarmaður verkefnisins er Einar Freyr Sigurðsson.

Í verkefninu er notast við upptökur frá árunum 1987–1992 og 2011–2018. Þar af eru annars vegar upptökur með töluðu máli barns (f. 1982) og föður þess (f. 1954) og hins vegar upptökur með sama „barni“ (f. 1982) og sonar þess (f. 2011). Með því að greina talmál feðra barnanna (f. 1954 og 1982) fást miklar upplýsingar um mál sem beint er að börnum en slíkt er mikilvægt við rannsóknir á ílagi (e. input) sem íslensk börn fá í máltöku. Auk þess má með svo umfangsmiklum langsniðsgögnum fá ítarlegar upplýsingar um máltöku barnanna tveggja (f. 1982 og 2011).

Í þessum fyrirlestri verður fjallað um núverandi ástand orðtíðnibókarinnar, framgang verkefnisins hingað til og verklag og áherslur í undirbúningsferlinu. Einnig verður rætt um notagildi slíkrar orðtíðnibókar í máltökurannsóknum og næstu skref í undirbúningi hennar.

 

Einar Freyr Sigurðsson í málvísindakaffi 10. maí

Í málvísindakaffi í stofu 104 í Odda föstudaginn 10. maí kl. 12-13 flytur Einar Freyr Sigurðsson rannsóknarlektor erindi sem nefnist

Universal Dependencies-málheild fyrir íslensku

Útdráttur:

Í fyrirlestrinum verður sagt frá rannsóknarverkefninu „Universal Dependencies-málheild fyrir íslensku“ sem fékk nýlega styrk til eins árs úr Markáætlun í tungu og tækni. Verkefnið gengur út á að búa til nýja málheild innan Universal Dependencies-kerfisins (UD) sem inniheldur rúmlega 100 trjábanka úr meira en 70 tungumálum. Enn er þó engin slík málheild til fyrir íslensku. Við gerð nýju málheildarinnar verður tveimur meginaðferðum beitt. Í fyrsta lagi verður Sögulegi íslenski trjábankinn (http://linguist.is/icelandic_treebank), sem er setningafræðilega þáttuð málheild og inniheldur eina milljón orða, notaður til að búa til UD-málheild. Máltæknitól verður hannað sem varpar þáttuðum texta úr sögulega trjábankanum yfir í UD-kerfið. Í öðru lagi verða tekin 100.000 orð úr Risamálheildinni (http://malheildir.arnastofnun.is/) og þau þáttuð fyrir UD-málheildina. Þannig mun UD-málheildin innihalda um 1,1 milljón orða og nýtast við margvíslegar rannsóknir.

 

Jeroen Willemsen í málvísindakaffi 3. maí

Í málvísindakaffi í stofu 104 í Odda föstudaginn 3. maí kl. 12-13 flytur Jeroen Willemsen, doktorsnemi við Árósaháskóla, erindi sem nefnist

The expression of vulgarity, force and severity through r-l alternations:
sound-symbolic minimal pairs in Reta as a result of language contact and linguistic attitude

Erindið verður flutt á ensku.

Útdráttur:

Phonaesthemes are meaning-bearing units, but are generally not in paradigmatic opposition to any other element like a morpheme is (Svantesson 2016: 7). For this reason, they have also been dubbed sub-morphemes (Blust 1988) and root-forming morphemes (Bloomfield 1933). The Reta phonaestheme /r/ deviates from this more common pattern in being in a paradigmatic relation with the neutral phoneme /l/. It may be used to form words denoting increased intensity or severity (e.g. ɓela ‘not good, bad’ vs. ɓera‘terrible’), may serve to create impolite or unnuanced variants of words (e.g. baling ‘human remains’ vs. baring ‘corpse’, and can be used to make swearwords out of nouns denoting genitals (e.g. -ool ‘penis’ vs. -oor ‘cock, prick’). This phenomenon was most likely the result of borrowing: in the proto-Alor-Pantar (see Holton et al. 2012; Kaiping, Edwards & Klamer 2019) became /l/ in Reta, whereas the larger, dominant language Blagar has largely retained it.

In this talk I will provide an overview of the basic meaning distinctions that Reta speakers create through r-l alternations. I will show that most of the semantic effects created by phonaesthemes can be united under a single meaning, but that a number of such phonaesthemic minimal pairs are deviant in being either antonyms or in pertaining to a human-animal distinction. I will also show that current analyses of phonaesthemes do not make a distinction between this particular contrast and morphology in general, and that extra criteria are needed to fully distinguish between Reta phonaesthemes and morphology. Lastly, I will demonstrate that although rare, there are other languages with such alternations, and that all these languages complexify the distinction between phonaesthemes and morphology in their own way.

 

Eiríkur Rögnvaldsson í málvísindakaffi 1. mars

Í málvísindakaffi í stofu 303 í Árnagarði föstudaginn 1. mars kl. 12-13 flytur Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus og landsfulltrúi CLARIN, erindi sem nefnist

CLARIN og gagnsemi þess fyrir íslenska málfræðinga

Útdráttur:

Ísland hefur nýlega fengið áheyrnaraðild að CLARIN ERIC (http://clarin.eu) sem er evrópskt innviðaverkefni á sviði málfanga og máltækni. Meginmarkmið CLARIN er að öll stafræn málföng (language resources) og búnaður til að vinna með slík gögn, frá allri Evrópu (og víðar), verði aðgengileg með einni innskráningu (single sign-on) á netið, til nota í rannsóknum í hug- og félagsvísindum og innan máltækni. Árnastofnun hefur verið falið að halda utan um þátttöku Íslands í samstarfinu og þar verður sett upp íslensk CLARIN-miðstöð. Þegar hefur verið komið upp vefsíðu fyrir CLARIN á Íslandi, http://clarin.is/.

Í erindinu verður gefið yfirlit yfir ýmis málföng sem hægt er að nálgast gegnum CLARIN-samstarfið og rætt um hvernig þau gætu nýst íslenskum málfræðingum. Einnig verður fjallað um hvaða íslensk málföng væri hægt að leggja í púkkið umfram þau sem þegar eru komin inn, og hvernig megi standa að því.

 

Höskuldur Þráinsson í málvísindakaffi 22. febrúar

Í málvísindakaffi í stofu 303 í Árnagarði föstudaginn 22. febrúar kl. 12-13 flytur Höskuldur Þráinsson, prófessor emeritus, erindi sem nefnist

Gagnleg málgögn

Útdráttur:

Á undanförnum áratugum hafa íslenskir málfræðingar safnað miklu af gögnum um íslenskt mál, einkum framburð og setningagerð. Í þeirri vinnu hafa m.a. orðið til eftirtalin gagnasöfn:

 • RÍN (Rannsókn á íslensku nútímamáli 1980–1990) – gögn um framburð um það bil 3.000 landsmanna á öllum aldri og úr öllum landshlutum á árunum 1980–1990.
 • Tilbrigði í íslenskri setningagerð (2004–2007) – gögn úr þrem vettvangskönnunum sem náðu til yfir 700 þátttakenda hver frá um 30 stöðum á landinu.
 • Tilbrigði í færeyskri setningagerð (2008–2009) – gögn úr tveim vettvangskönnunum sem náðu til yfir 300 þátttakenda hvor frá öllum helstu mállýskusvæðum í Færeyjum.
 • RAUN (Málbreytingar í rauntíma í íslensku hljóðkerfi og setningagerð 2010–2012) – gögn frá um það bil 650 þátttakendum sem höfðu tekið þátt í fyrri rannsóknum á framburði og frá um 200 þátttakendum sem höfðu tekið þátt í fyrri rannsókn á nýju ópersónulegu setningagerðinni/nýju þolmyndinni.
 • MMMS (Mál, málbreytingar og menningarleg sjálfsmynd 2013–2015) – gögn um vesturíslenskt mál (framburð, beygingar, setningagerð, merkingu …) frá um 120 einstaklingum í Kanada og Bandaríkjunum sem enn tala íslensku að einhverju marki.

Í Málvísindakaffi föstudaginn 22. febrúar verður sagt frá þessum gagnasöfnum, í hvaða formi gögnin eru, hvernig þau hafa verið nýtt til rannsókna fram að þessu, sagt frá tengslum þeirra við ýmis önnur gagnasöfn og bent á ýmislegt sem mætti rannsaka frekar með því að nýta þessi gögn. Í framhaldi af því er gert ráð fyrir umræðum um það á hvern hátt er best að gera gögnin aðgengileg fyrir þá sem vilja nýta þau til rannsókna.

 

Rósa Signý Gísladóttir í málvísindakaffi 15. febrúar

Í málvísindakaffi í stofu 303 í Árnagarði föstudaginn 15. febrúar kl. 12-13 flytur Rósa Signý Gísladóttir, nýráðinn lektor í almennum málvísindum, erindi sem nefnist

Heilalínurit, erfðaþættir, ha og HÍ: Almenn málvísindi með víða skírskotun

Útdráttur:

„Í málvísindakaffinu mun ég fjalla stuttlega um rannsóknir mínar hingað til, allt frá nýju „þolmyndinni“ til talgjörða, viðgerða í íslensku, tónblindu og erfðaþátta að baki máli og tali. Ég mun svo ræða um helstu hugðarefnin sem lektor í almennum málvísindum og efna til umræðu um tækifæri og áskoranir framundan.“

 

Margrét Guðmundsdóttir í málvísindakaffi 8. febrúar

Í málvísindakaffi í stofu 303 í Árnagarði föstudaginn 8. febrúar kl. 12-13 flytur Margrét Guðmundsdóttir doktorsnemi erindi sem nefnist

Holt og bolt. Sitt lítið af hverju um lt

Útdráttur:

Svo sem kunnugt er vann Björn Guðfinnsson að mikilli rannsókn á íslenskum framburði á 5. áratug 20. aldar. Um hana er einkum fjallað í tveimur bókum. Sú fyrri Mállýzkur I (1946) hefur að geyma ítarlegar upplýsingar um rannsóknina og niðurstöður um harðmæli og linmæli. Sú síðari, Um íslenzkan framburð. Mállýzkur II (1964), kom út nokkru eftir andlát Björns og voru það Ólafur M. Ólafsson og Óskar Ó. Halldórsson sem unnu úr gögnum hans. Þar segir frá niðurstöðum um allnokkur framburðarafbrigði, meðal annars raddaðan framburð sem fjallað verður um í erindinu, nánar tiltekið verður sjónum beint að hljóðasambandinu /lt/.

/lt/ hefur tvenns konar sérstöðu innan raddaðs framburðar. Í fyrsta lagi ber enginn /lt/ ævinlega fram [lth], sum orð og orðmyndir eru undanskilin. Í öðru lagi er röddun /lt/, þar sem hún á heima, fátíðari en röddun í öðrum hljóðasamböndum. Sumir sem nota raddaðan framburð í ríkum mæli sleppa honum jafnvel alfarið í þessu hljóðasambandi. Svo rammt kveður að þessu að í Mállýzkum II segir: „Enginn hljóðhafi hafði hreinan lth-framburð“ (Björn Guðfinnsson 1964:18). Í niðurstöðum um raddaðan framburð er því fjallað um /lt/ í sérstökum athugasemdum sem á heildina litið gefa þó ekki skýra mynd af tíðni og útbreiðslu [lth]-framburðar og nokkuð erfitt er að átta sig á henni. Það er hins vegar hægt, upp að vissu marki, með því að rannsaka framburðarspjöld Björns sem varðveitt eru á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.

Í erindinu verður gerð grein fyrir aðferðum við athugun af þessu tagi, niðurstöðum hennar og takmörkunum. Þrátt fyrir ýmsar hindranir er hægt að varpa skýrara ljósi en áður á tíðni þessa framburðar og útbreiðslusvæði á 5. áratugnum.

 

Jóhannes Gísli Jónsson í málvísindakaffi 1. febrúar

Í málvísindakaffi í stofu 303 í Árnagarði föstudaginn 1. febrúar kl. 12-13 flytur Jóhannes Gísli Jónsson prófessor erindi sem nefnist

Hvað er svona merkilegt við það/þær?
Um tveggja andlaga sagnir í íslensku og færeysku

Útdráttur:

Í þessum fyrirlestri verður sagt frá rannsóknarverkefni sem fékk á dögunum þriggja ára styrk frá Rannsóknamiðstöð Íslands. Verkefnið fjallar um tveggja andlaga sagnir í íslensku og færeysku og verkefnisstjórar eru Cherlon Ussery, dósent í Carlton College, og Jóhannes Gísli Jónsson, prófessor við HÍ. Rakin verður forsaga málsins, greint frá þátttakendum í verkefninu og fjallað um helstu verkþætti og mikilvægustu spurningarnar sem reynt verður að svara.

 

Viola Miglio í málvísindakaffi 25. janúar

Næsta málvísindakaffi fer fram í stofu 303 í Árnagarði föstudaginn 25. janúar kl. 12-13. Þar flytur Viola Miglio (UCSB & HÍ) erindi sitt og Ricardo Etxepare (CNRS, IKER UMR 5478) sem nefnist:

There’s no Basque-Icelandic Pidgin

Erindið verður flutt á ensku.

Útdráttur:

In the second Basque-Icelandic glossary edited by Deen (1937), there are some interesting sentences that are clearly in a hybrid language:

 • presenta for mi attora ‘give me a shirt’
 • for mi presenta for ju biskusa eta sagarduna ‘I will give you cake and cider’
 • cavinit trucka for mi ‘I don’t buy anything’
 • for ju mala gissuna ‘you are a bad man’
 • ser travala for ju ‘what do you do?’

Although the received view concerning these few pidgin expressions originating in the Vocabula Gallica manuscript preserved at the Árni Magnússon Institute in Iceland is that those expressions correspond to a Basque-Icelandic pidgin, there is no evidence for the actual presence of Icelandic in those hybrid expressions. Hualde thought the original 17th century Icelandic author (or amanuensis) believed that he was copying Basque sentences (2008:2) although there is also not a lot of Basque in them (only the words attora ‘shirt’, biskusa eta sagarduna ‘biscuit and cider’, gissuna ‘man’, ser ‘what’ are actually Basque). Bakker also cautiously called the sentences “a Basque whalers [sic] pidgin in use with Icelanders”, but saying that “some items […] are neither Basque, nor Icelandic, nor Romance” (1987:26) – the implication being that some (others) actually were.

The indirect evidence in support of an Icelandic component in the relevant expressions is basically of a structural nature: as observed by Hualde (1984), some of the word sequences that we can find in the pidgin expressions cannot be of Basque origin, but can be accommodated into Icelandic grammar. There is also the issue that the pidgin expressions are indeed glossed into Icelandic, hence the name Deen gives the word lists of Glossaria vascoislandica, i.e. Basque-Icelandic glossaries, which further consolidates the idea of a Basque- Icelandic pidgin.

We contest this view on the basis of three arguments: (i) the lack of any grammatical or lexical element in the pidgin that can be directly linked to Icelandic; (ii) the ambiguous structural evidence, compatible with other possible source languages for the pidgin; (iii) the nature of the relations between Basque fishermen and Icelanders, which allowed for the existence of linguistically sophisticated intermediaries. We propose that the pidgin sentences gathered in the glossaries correspond to expressions that the Icelanders got from Basque fishermen, and that the latter used in the context of other, more fortuitous, commercial relationships. Evidence for winter residence of Basque fishermen in Iceland is provided, and a general context for pidgin development, based on Mufwene’s idea (2012) that the spread of pidgins is inversely proportional to the lack of able linguistic intermediaries within the context of the global Atlantic commercial system, is adduced as a way of accounting for why the hybrid sentences cannot correspond to a Basque-Icelandic pidgin.

References:

 • Bakker, Peter. 1987. “A Basque nautical pidgin: A missing link in the history of fu”. Journal of Pidgin and Creole Languages 2: 1-30.
 • Bakker, Peter, Gidor Bilbao, Nicolaas G.H. Deen & José Ignacio Hualde. 1991. Basque pidgins in Iceland and Canada. Donostia-San Sebastián: Gipuzkoako Foru Aldundia/Diputación Foral de Gipuzkoa. (Supplements of Anuario del Seminario de Filología Vasca ‘Julio de Urquijo’ 23).
 • Deen, Nicolaas G. H. 1937. Glossaria duo Vasco-Islandica. Amsterdam: H. J. Paris.
 • Hualde, José I. 1984. “Icelandic Basque Pidgin”. Journal of Basque Studies in America 5: 41-59. Reprinted in Bakker et al. 123-133.
 • Hualde, José I. 2008. “Basque Words”. Tinta, UCSB-Autumn 2008, 1-19.
 • Mufwene, Salikoko. 2012. “The Emergence of Complexity in Language: An Evolutionary Perspective”. In Complexity Perspectives on Language, Communication, and Society, ed. by Ángels Massip-Bonet & Albert Bastardas-Boada, Springer Verlag, 197-218.