30. Rask-ráðstefnan 2016

30. Rask-ráðstefnan um íslenskt mál og almenna málfræði

Fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins föstudaginn 29. janúar og laugardaginn 30. janúar 2016

 

Dagskrá og útdrættir

 

Föstudagur 29. janúar

Málfræði, handrit og málhreinsun — Kjartans G. Ottossonar minnst

 

Kristján Árnason:

Að nefna tungur: dönsk tunga, norræna, heimanorska og íslenska Kjartan heitinn Ottósson gerði það að gamni sínu að tala um heimanorsku og málið á Íslandi sem skyld málafbrigði og var þá íslenska bara norsk mállýska. Elsta dæmið sem ég hef rekist á um orðið islenska er í norskri heimild og er þá notað um íslenska voð sem verslunarvöru. Lengi vel var talað um okkar ástkæra ylhýra sem norrænu eða norræna tungu. Einnig var talað um hana sem danska tungu, löngu eftir að danskir kóngar sögðu henni upp, til dæmis þegar Saxi skráði sögu Dana á latínu (Gesta Danorum). Nú á dögum er gerður greinarmunur á eyjanorrænu og meginlandsnorrænu. Það sem fyrst og fremst skilur þar á milli eru hin mögnuðu þýsku áhrif á þá síðarnefndu. (Þótt Skandínavar séu tregir til að fallast á slíkt lætur nærri að tala megi um málblöndun eða kreólíseringu.) Hin forna danska tunga og danska nútímans eru að því leyti sama málið, að þær eru og voru notaðar af þeim sem búa og búið hafa í Danmörku. Hins vegar eru þessi málafbrigði formlega eða málgerðarlega afar ólík. Á sama hátt myndi það tungumál sem Íslendingar tala sem þjóð og íslenska ríkið og „menningin“ notar alltaf mega kallast íslenska, en spurning er um málgerðina og formið. Hvenær tekur nýtt viðmið við? Ég mun velta fyrir mér formlegum og félagslegum forsendum nafngifta á tungumálum og málafbrigðum.

 

Guðrún Þórhallsdóttir:

Kjartan berst med Rask og damask

Kjartan Ottósson valdi sér strembið doktorsverkefni, sögu miðmyndar í íslensku. Þar lagði hann fram rækilega textarannsókn og tengdi niðurstöðurnar við kenningar um hljóðbreytingar og breytingar á beygingu, auk þess að vega og meta hugmyndir eldri fræðimanna um þróun miðmyndar. Í fyrirlestrinum verður fjallað um þetta framlag Kjartans til fræðanna og rakið hvernig ritgerðin hefur nýst til kennslu í sögulegri beygingar- og orðmyndunarfræði.

Í doktorsritgerðinni tengjast þeir tveir málfræðingar sem heiðraðir verða á þessari ráðstefnu, Kjartan og Rask. Þess vegna verður sjónum m.a. beint að þeirri skoðun Rasks sem Kjartan nýtti sér í miðmyndarskrifunum.

 

Þórhallur Eyþórsson:

Margslungin miðmynd

Sagt verður frá miðmyndarrannsóknum Kjartans G. Ottóssonar eftir að hann lauk við doktorsritgerðina. Einkum verður litið til tveggja greina eftir hann sem birtust í bókum sem Folke Josephson og Ingmar Söhrman ritstýrðu (2008, 2013). Fyrri greinin fjallar um forsögu miðmyndarinnar sem Kjartan rýndi í af gríðarlegri skarpskyggni og komst þá að óvæntum niðurstöðum um þróun fyrirbærisins. Síðari greinin, sem birtist eftir andlát höfundar, var nákvæm úttekt á margslunginni merkingu miðmyndarinnar og einkennum hennar í samanburði við sams konar formdeildir í öðrum germönskum og indóevrópskum málum.

 

Haraldur Bernharðsson:

Handrit, skrifarar og norsk áhrif

Rætt verður um rannsóknir Kjartans G. Ottóssonar á miðaldahandritum, skrifurum og ekki síst norskum áhrifum á mál og stafsetningu í íslenskum handritum. Fjallað verður um tvær bylgjur í fyrstu persónu eintölu í miðmynd, ritmálsviðmið og málbreytingar.

 

Sigríður Sæunn Sigurðardóttir:

Handritalykill

Handritalykill er samansafn upplýsinga um handritanotkun textaútgáfna sem liggja að baki dæmum úr fornmálsorðabókum, til dæmis orðabók Cleasbys og Vigfússonar. Að stofni til er um að ræða lista sem Kjartan G. Ottósson hafði tekið saman til eigin nota, en honum var einnig mjög í mun að koma listanum yfir á rafrænt form og gera hann aðgengilegan sem flestum. Í þessu erindi verður stuttlega sagt frá vinnslu listans og hvernig hann getur nýst við málfræðirannsóknir.

 

Klaus Johan Myrvoll:

Bøygjingi av skyldskapsord i norrønt mål og Odins-heite pa –fǫdr

Odins-heiti på norr. –fǫdr (Alfǫdr, Sigfǫdr, Valfǫdr osb.) hev lenge valda forskarane vanskar. Konráð Gíslason (1889) meinte i si tid at –fǫdr var ei synkopert form av fǫdur, obl. sg. av fadir ‘far’, ei uttyding vel ingen vil godtaka i dag. Heusler (1932), derimot, vilde i –fǫdr sjå eit kognat til lat. akk. sg. patrem, ei uttyding som òg Grønvik (1992) sluttar seg til. I nyare tid hev Hollifield (1984) gjort framlegg um at –fǫdr er kognat til græsk –πάτωρ, t.d. ἀπάτωρ ‘utan far’, ἐυπάτωρ ‘av god byrd’ (eig. ‘som hev ein god far)’, og Strandberg (2008) hev freista å få denne tolkingi til å gjeva semantisk meining for Odins-heiti, utan å lukkast. Endeleg hev Tremblay (2003) meint at –fǫdr skulde vera ei avleiding av fadir med u-suffiks, germ. *fadruz, men ei slik form saknar parallellar i indoeuropeiske språk.

I dette fyredraget skal eg visa at ingi av dei framførde uttydingane til –fǫdr stend seg mot nærare etterprøving. Eg vil i staden taka utgangspunkt i eit framlegg frå Hans Kuhn (1937) um at det til grunn for Odins-heiti på –fǫdr ligg eit utdøytt ord *fadr ‘herre’ < ieu. *potis, som me finn att m.a. i gotisk –fats (t.d. hunda-fats ‘centurion’) og græsk πόσις ‘ektemann’. Argument for denne uttydingi kan hentast frå norrøn metrikk og frå semantikken til dei Odins-heiti det gjeld. Dette ordet *fadr må på si sida ha vorte blanda saman i den poetiske tradisjonen med ein arkaisk akk. sg. *fǫdr av fadir, og det vert difor naudsynt å gjera greida for framvoksteren av bøygjingi av skyldskapsordi i norrønt mål for å finna upphavet åt denne formi og eit plausibelt utgangspunkt for samanblandingi.

 

Michael Schulte:

Trouble with Sievers’ law in Icelandic? The Icelandic data and Early Runic evidence revisited

It has long been noticed that the older runic inscriptions do not perfectly comply with Sievers’ law as the expected phonetic-phonological reflex after light syllables should be –j– rather than –ij-, e.g. Gmc. *harja-. However, Early Runic simplex forms such as harja ~ harija and compounds like ladawarijaz display –ij– despite their root being light on comparative grounds. It has therefore been stated that both the runic evidence and Old Icelandic/Old Norse are somewhat puzzling when it cames to the reflexes of this sound law (cf. Peirce 1999 on Barrack 1998). To solve the problem, several researchers have taken recourse to vowel epenthesis (e.g. Syrett 1994, but cf. Schulte 1996) or an insignificant (i.e. non-phonemic) form of spelling variation (Springer 1975).

I argue that this type of argument has no explanatory value. In my view, the key issue rests on the phonetic-phonological contra morphophonological status of this sound law at different evolutionary stages of Germanic (compare Schulte 2000 on the phonetic pre-history of Sievers’ law in early Germanic and Indo-European). Following this line of reasoning I will argue for high-scale restructuring on a morphological basis in Early Runic. While it is uncertain whether these remodelling tendencies were at work already in the earliest stratum of runic inscriptions, say AD 150–200, such morphonological processes are clearly in evidence at the classical time of the Tune- and Gallehusinscription in the 400s. The paper discusses different groups of forms in Early Runic and Icelandic that do not comply with Sievers’ law. The presentation focuses among other things on ija-stem compounds such as Icel. ill-gresi (< *-grasija) and stor-hveli (< *- hwalija) as well as the subgroup of light ijan-stems such as Ein-heri (< *-harija-n-) and skip-veri (< *-warija-n-).

 

Eystein Dahl:

A note on the Biblical Hebrew binyanim system

The Biblical Hebrew verbal system is organized around two main dimensions: a binary tense/aspect opposition which is marked on the periphery of the verb and seven socalled binyanim or verbal stems which essentially represent different morphophonological modification patterns of the verbal root. There is general agreement that the different verb stems represent different ways of representing or manipulating the argument structure of the underlying verb root (cf. e.g. Dan 2013). Apart from the so-called qal stem, which is generally regarded as an unmarked base form, the other stems are traditionally ascribed semantic values like intensive (piel), causative (hiphil), reflexive (hithpael), passive (niphal), intensive passive (pual) and causative passive (hophal). On this analysis, the seven binyanim may be regarded as inflectional voice categories with well-defined functional domains. However, even a cursory glance at the available primary data reveals that these definitions are approximate at best and, consequently, scholars have gone to great lengths to show that each of the verb stems have a unique and unitary meaning (cf. Morrison 1995 for discussion). Hypotheses along these lines run into two sets of problems. First, few verbs show all of the available verbal stems and many verbs appear to have a preference for certain stems while avoiding others. Second, the exact meaning of individual verbal stem forms often appears to be heavily dependent on the lexical semantics of the base verb and may sometimes be difficult to reconcile with a general meaning of the types proposed in the literature. This paper explores these discrepancies, aiming to arrive at a coherent picture of the Biblical Hebrew voice system, arguing that the Biblical Hebrew binyanim system has a lexical-derivational rather than syntactic-inflectional character.

 

Laugardagur 30. janúar

 

Hans Basbøll:

Rasmus Rask: vor store sprogforsker mellem det 18. og 20. århundrede – fra Fyn til Island og ud i verden

Rask udforskede allerede på latinskolen i Odense de to sprog der livet igennem var ham kærest: hans danske (fynske) modersmål og islandsk. Den store danske sprogforsker Karl Verner (1846-1896) har sagt at Rask hørte med fynske øren og læste med islandske øjne. Både danskere og islændinge kan med rette regne ham som vores. Og Rasks indsats for den nordiske og islandske filologi, igennem både hans sprogbeskrivelser og udgivelsesarbejder, kan vanskeligt overvurderes.

Rask (1787-1832) var på mange måder et barn af det 18. århundrede – rationalist snarere end romantiker. Han var dybt påvirket af den største danske sprogforsker før ham, nemlig Jens Pedersen Høysgaard (1698-1773) der var pedel ved universitetet (i København) og fra 1759 klokker ved universitetskirken Trinitatis. Høysgaard (som Rask kalder den ”store Höjsgård”) havde et stort og originalt (anonymt) grammatisk, fonologisk og ortografisk forfatterskab som Rask trak på fra sine første til de sene arbejder.

Rask peger selvsagt ikke blot bagud mod det 18. århundrede. I det 19. århundredes sprogvidenskab står han uantastet som én af pionererne inden for den sammenlignende, primært indo-europæiske, sprogvidenskab. Blandt dennes grundlæggere (i første række Rask, Bopp, J. Grimm) er Rask utvivlsomt den bedst funderede i sprogets lydside, især fonologien; og specielt rager han højt op i forhold til Jacob Grimm – der uretmæssigt har lagt navn til den germanske lydforskydning som Rask opdagede og beskrev før Grimm – denne var helt i vildrede før han læste Rask.

Rasks største trykte værk var hans Retskrivningslære (1826). Heri antog han en række af Høysgaards forslag til ortografiske reformer (til dels først gennemført i 1948: a i stedet for aa). Rask var meget stædig hvad retskrivning angår (mente de fleste), og nægtede at lade sine arbejder trykke hvis det ikke skete med hans egen ortografi; af denne grund blev der ikke noget ud af den etymologiske ordbog som Rask havde tilbudt at skrive for Videnskabernes Selskab (hvad der er sørgeligt!).

Endelig har Rask haft meget stor betydning for det 20. århundredes strukturalistiske sprogvidenskab, ikke mindst Louis Hjelmslevs (1899-1965) glossematik. Der er en lige forbindelseslinje herfra og til Rasks grammatiske beskrivelser af mange forskellige sprog ud fra et fælles system, og helt tilbage til Høysgaards store værker (et samlet system på 2022 fortløbende paragraffer over 800 tryksider, dybt originalt også i forhold til den samtidige europæiske sprogvidenskab).

I foredraget vil jeg trække linjer fra Rask tilbage til Høysgaard og frem til Verner og Hjelmslev. Jeg vil forsøge at kigge rundt i den sprogvidenskabelige verden med Rasks briller på. Og jeg vil slutte med at give et bud på Rasks betydning for os lingvister i dag.

 

Ivar Berg:

Prolegomena til ei nyvurdering av norsk-islandsk språkkontakt

Islandsk, færøysk og norsk deler fleire språklege innovasjonar som må tidfestast etter landnåmet; difor må dei anten vera uavhengige, parallelle utviklingar eller fylgja av språkkontakt. Kjartan Ottósson tok opp dette emnet fleire gonger og meinte at særleg ein del morfologiske fenomen spreidde seg frå norsk til islandsk (t.d. Ottosson 2003). Kenneth Chapman (1962) gav ei brei drøfting av tilhøvet mellom dei to språka i mellomalderen, men boka hans møtte hard kritikk. Sidan har fleire forskarar skrive om mogleg språkkontakt, oftast norsk påverknad på islandsk, på ulike språklege nivå (fonologi, morfologi og leksikon), men eit samanfattande oversyn vantar.

Tradisjonelt har historisk språkvitskap handsama språk som sjølvstendige «organismar». I løpet av det siste halve hundreåret året har språkkontaktforsking og sosiohistorisk lingvistikk vakse fram, og kontakt har vorte ei hovudforklaring på språkendring. Teoretiske framsteg på desse områda, så vel som ny historieforsking, har no gjort oss betre i stand til å vurdera norsk-islandsk språkkontakt, og det er på tide med ein ny og grundig gjennomgang.

I tillegg til det vi kan læra om utviklinga av islandsk, norsk og færøysk, kan ei drøfting av tilhøvet mellom desse språka bidra til den teoretiske diskusjonen om kor viktig kontakt er i språkleg endring – og kva som kan endra seg utan kontakt. Islandsk og norsk høver godt i ein slik samanheng, fordi vi veit at språket var det same i landnåmstida, og vi har kjelder som fortel både om det ålmennhistoriske tilhøvet mellom landa (og dei sosiokulturelle føresetnadene for påverknad) og tekstar som vitnar om den språklege utviklinga.

Eg vil freista å samanfatta Stand der Forschung og visa nokre døme på kva slags endringar som truleg – eller mindre truleg – kan skuldast språkkontakt. Vidare vil eg peika på vegar vidare til djupare innsikt i både vestnordisk språkhistorie for seg, og kontakt som forklaring i historisk språkvitskap meir ålment.

 

Katrín Axelsdóttir:

Áhugamal Braga og Valdimars

Bragi Valdimar Skúlason, gjarna kenndur við hljómsveitina Baggalút, er þjóðkunnur fyrir orðsnilld sína. Eitt af því sem hann hefur fengist við á því sviði er að búa til svokallaðar stafrófur (e. pangrams), en það eru setningar þar sem allir stafir stafrófs eru notaðir, helst aðeins einu sinni hver. Ein þekktasta stafrófan er ensk, The quick brown fox jumps over the lazy dog. Þarna koma reyndar nokkrir stafir fyrir oftar en einu sinni. Enska stafrófan ber merkingu en eins og gefur að skilja er erfitt að búa til merkingarbærar setningar á þennan hátt ef aldrei má tvítaka staf. Dæmi um merkingarlitla stafrófu úr smiðju Braga er Fa tu vexti og kynoda blaosp her i dyjum. En hún hefur það fram yfir ensku stafrófuna að hver stafur kemur fyrir aðeins einu sinni.

Nafni Braga Valdimars, Valdimar sigursæli, sem ríkti yfir Danmörku á fyrri hluta 13. aldar, átti sér þetta sama áhugamál. Í Málskrúðsfræði Ólafs Þórðarsonar hvítaskálds, Þriðju málfræðiritgerðinni svokölluðu, er að finna stafrófu byggða á rúnastafrófinu, en hana er Valdimar sagður hafa sett saman. Ólafur dvaldist við dönsku hirðina veturinn 1240–1241 og mun þá hafa lært stafrófuna af konungi. Hún hljóðar svo skv. einu handriti Þriðju málfræðiritgerðarinnar, Codex Wormianus: sprængt mannz hok flyþi tuui boll.

Þessi setning hefur ýmsum þótt torræð þó að sum orðin í henni séu að líkindum auðskilin. Hugsanlega er hún merkingarleysa. En einnig má vera að hún beri merkingu og lengi hefur verið reynt að fá botn í hana, a.m.k. allt frá dögum Ole Worm (1588– 1654). Meðal annars hefur verið stungið upp á því að eitt orðið í setningunni, hok, samsvari orðinu haukur og jafnvel að þarna sé vísað til fálkaveiða. Í fyrirlestrinum verður rætt um nokkrar af þeim skýringum sem settar hafa verið fram og jafnframt stungið upp á nýrri túlkun sem á ekkert skylt við hinar fyrri.

 

Þorgeir Sigurðsson og Haukur Þorgeirsson:

Örlog frumnorrans /eu/ i fornum kveðskap

Afkomendur frumnorræna tvíhljóðsins /eu/ eru í samræmdri stafsetningu fornri ritaðir /jó/ og /jú/ þannig að leubaz varð ljufr. Eins og forníslensku er venjulega lýst er þar um að ræða hljóðasambönd mynduð úr samhljóðinu /j/, sem er ekki hluti af atkvæðiskjarna, og löngu einhljóðunum /ó/ og /ú/. Elsti kveðskapur norrænn er hins vegar ekki í góðu samræmi við þessa túlkun. Í Haustlong, sem telja má elsta varðveitta kvæðið með reglulegri hendingaskipan, koma þessi dæmi fyrir:

 • Skothending: fljótt bað foldar dróttinn
 • Aðalhending: upp þjórhluti fjóra
 • Aðalhending: brjótr við jörmunþrjóti

Hér er svo að sjá sem /jó/ myndi ekki alrím við /ó/. Þessi vísuorð úr Haustlöng eru varla tilviljun því að ef litið er á allan varðveittan kveðskap sést að á 10. og 11. öld hafa skáldin ríka tilhneigingu til að halda /jó/ og /ó/ í sundur – og á sama hátt /jú/ og /ú/. Þessi tilhneiging hverfur nokkuð snögglega um 1100 og upp frá því er engin mótstaða við að ríma hljóðin saman. Eftirfarandi dæmi eru úr Geisla eftir Einar Skúlason en kvæðið var flutt 1153:

 • fremðarþjóð enn góða
 • arnar jóðs enn góði
 • hönum tjóði vel móður
 • grjóti danskrar snótar
 • þjóðnýtr Haralds bróðir
 • lamiðs fótar gramr njóta

Í erindinu verður þessi breyting á rímvenjum sett í málsögulegt og bragfræðilegt samhengi.

 

Margrét Jónsdóttir:

Beyging nafnsins Ester

Nafnið Ester (Esther) varð að eiginnafni seint á 19. öld en var raunar þekkt úr Biblíunni af sögunni um Ester drottningu. Allar heimildir, orðabækur og beygingarlýsingar, lýsa beygingu nafnsins svo að það sé einungis eignarfallið sem fái sérstaka endingu, -ar.

Í fyrirlestrinum verður einungis horft til eignarfalls Esterarnafnsins. Í ljós hefur komið að það er ekki aðeins tjáð með -ar heldur líka með -O og -s. Endingin -ar er hér ung. Engar heimildir eru um hana fyrr en frá lokum 19. aldar en um það leyti varð Ester að eiginnafni. Það vekur líka athygli að í Biblíunni var endingin fyrst notuð í nýrri þýðingu sem kom út 1908. Fram til þess tíma var eignarfallsendingin ýmist -O eða -s. Úr seinni tíma máli, raunar allt til nútímans, eru mörg dæmi um þessar endingar. Fyrri endingin, þ.e. –O, kemur í sjálfu sér ekki á óvart en það er s-endingin sem er eftirtektarverð og kallar á svör.

Þremur meginspurningum verður varpað fram. Sú fyrsta varðar formgerð nafnsins Ester sem er tökunafn. Spurt verður hvort formgerðin hafi áhrif á beyginguna. Önnur spurningin snýr að því hvort beygingin endurspegli það þegar (biblíu)nafn öðlast raunverulegt kynhlutverk, þ.e. verður að eiginnafni. Þriðja spurningin og sú mikilvægasta varðar stöðu og hlutverk eignarfallsendingarinnar -s.

 

Þórhalla Beck:

Ljósið gefur lífinu lit – um litaheiti í íslensku

Ólíkt mörgum öðrum merkingarsviðum, til dæmis “húsgögn”, er erfitt að skilgreina nákvæmlega hvað það er sem felst í merkingarflokknum “litir”. Auðveldast væri að segja að litir séu mismunandi bylgjulengdir ljóss, en þær hafa ekkert vísimið fyrr en við skynjum þær sem liti.

Í umræðu um merkingu eru tvær hugmyndir ráðandi. Annars vegar kenningin um vísandi merkingu og hins vegar kenningin um innri merkingu. Sú fyrri gerir ráð fyrir því að merking orða sé einfaldlega hlutirnir í veruleikanum. Í flestum öðrum tilfellum almennra hugtaka er hægt að benda á hlut í raunheiminum og segja “sko, hér er dæmigert x”. Þegar kemur að litum er ekkert slíkt til.

Skiptingar á milli litaheita geta verið mismunandi á milli tungumála og menningarheima. Berlin og Kay gerðu athugun á litaheitum og komust að þeirri niðurstöðu að þróun litaheita fylgi ákveðnu ferli, og að hægt sé að segja fyrir um merkingarsvið grunnlitaheita í nýjum málum. Ekki eru þó allir sammála um að skipting litaheita sé svo algild. Þrátt fyrir erfiðleikana við að skilgreina nákvæmlega hvað það er sem litaheiti vísa í er hægt að reyna að skilgreina gróflega hvað felst í þeim litaheitum sem notuð eru í íslensku, hvaðan þau koma og hvernig þau hafa þróast.

Þegar litaheiti eru borin saman á milli tungumála kemur fram mismunur. Þá vakna spurningar um það hvað það er sem hefur áhrif á þennan mismun. Hvor er líklegra að áhrifin séu vegna menningar eða skyldleika tungumálanna? Merkinging breytist líka í gegn um tíðina þegar menningin og umhverfið breytist, og málið með.

Þegar allt er tekið saman verður hægt að sjá hvert svið íslenskra litahugtaka er, hversu mikil áhrif menning okkar og tungumál hefur áhrif á val okkar á litahugtökum, og hvernig þau hafa þróast. Hugsanlega verður einnig hægt að spá fyrir um það hvernig þau eigi eftir að halda áfram að þróast í framtíðinni.

 

Heimir Freyr van der Feest Viðarsson:

„Fjarskaleg óheppni að hann ekki fjekk meir i íslensku“: Félagsmálfræðilegar hliðar a stöðu persónubeygðrar sagnar á 19. öld

Hin hefðbundna frásögn um íslenska málhreinsun leggur megináherslu á málfar alþýðunnar og (óvenjulega) sterk líkindi þess við forníslensku. Í andstöðu við þetta er mál menntamanna sem hafi verið opnara fyrir erlendum áhrifum. Kjartan G. Ottósson skrifaði þekkt sögulegt yfirlit um þetta efni en sá þó ástæðu til að geta þess að verkinu sé „ekki ætlað að endurmeta sögu íslenskrar málhreinsunar“ (Kjartan G. Ottósson 1990:7) og að sjónarhornið sé í takt við „[þá] málhreinsunarstefnu sem almennt hefur verið fylgt á Íslandi“ (tilv. rit:8). Í erindinu verður einmitt ráðist í slíkt endurmat, ekki á íslenskri málhreinsun almennt heldur á þeim gefnu forsendum að fyrirbærið í (1) sé tilbúið, tillært einkenni sérstaks stíls sem hafi verið upprætt með afturhvarfi til alþýðumáls:

 • Konráð hafði sagt að það hefði verið fjaskaleg óheppni að hann ekki fjekk meir í íslensku því hann tæki hann framm yfir alla sem hann hefði þekt (GdrJon-1883-04- 14)

Venjulega er bent á að orðaröð eins og (1), þar sem neitun birtist á milli frumlags og sagnar, minni á dönsku (sjá t.d. Kjartan G. Ottósson 1990:71) og það talið hafi verið einkenni á uppskrúfuðum stíl menntamanna fram á miðja nítjándu öld sem hafi aldrei (getað) náð fótfestu í málinu að öðru leyti (sbr. t.d. Heycock & Wallenberg 2013). Til að prófa þessa tilgátu verður sjónum beint nánar en áður að máli einstaklinga á 19. öld með ólíkan félagslegan bakgrunn og færð rök fyrir því að veruleikinn sé umtalsvert margbrotnari en venjulega er talið. Orðaröðin í (1) birtist í persónulegum skrifum til fjölskyldu og vina og er alls ekki bundin við neinn tiltekinn þjóðfélagshóp. Ákveðnir hópar virðast þó hafa verið í broddi fylkingar í útbreiðslu hennar en það er alls ekki sami hlutur. Lagt verður til að greina breytileikann sem samspil félags- og setningafræðilegra þátta og því teflt gegn algengum hugmyndum um hvata setningafræðilega breytinga.

 

Matteo Tarsi:

Málhreinsun á 18. öld: Orðalisti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík i AM 1013 4to (fol. 37r)

Pappírshandritið AM 1013 4to hefur margan fróðleik að geyma, en það inniheldur að mestu leyti málfræðileg rit eftir Jón Ólafsson úr Grunnavík frá öðrum fjórðungi 18. aldar. Ritin eru öll af orð- og orðsifjafræðilegum toga og voru mörg þeirra undirbúningur fyrir ritgerð um norræna tungu sem átti að verða formáli orðabókarinnar (sbr. Jón Helgason 1926:213).

Meðal textanna er orðalisti sem ber eftirfarandi fyrirsögn: [Vocabula] Germanica[-]Danica, qva prave in lingvam Islandicam introducta sunt, þ.e. þýsk-dönsk orð sem ótilhlýðilega hafa verið innleidd í íslensku. Orðalistanum er skipt í fimm fyrirsagnarlausa dálka. Dálkunum er svo aftur raðað þannig eftir innihaldi: (1) þýsk orð, (2) latnesk þýðing, (3) dönsk orð sem samsvara þeim þýsku, (4) íslensk tökuorð og (5) íslensk orð smíðuð úr innlendum efnivið. Sem dæmi má nefna (stafrétt eftir handritinu):

 • (1) begierig cupidus begierlig girugur giarn, eptirsakenn
 • (2) verderben corrumpere at forderfe ad fordiarfa ad spilla
 • (3) Jungfrau virgo jomfru jungfru, jomfru mær

Orðin í síðasta dálkinum, þ.e. „hreinu“ íslensku orðin, eru merkt sem rectius ‘réttara (sagt)’. Þetta, ásamt ao. prave ‘ótilhlýðilega, ranglega’, sýnir álit Jóns á þýsk-dönskum tökuorðum í samtíðarmáli hans og ber þess vegna vott um málrækt á 18. öld (sjá einnig Halldór Halldórsson 1979:77–78 og Kjartan G. Ottósson 1990:24 og 2005:1999–2000). Í fyrirlestri mínum mun ég athuga málræktarhugmyndir Jóns sem liggja þessum orðalista til grundvallar. Annars vegar verður stuttlega rætt um stöðu íslenskrar hreintungustefnu á 18. öld og hins vegar gerð grein fyrir íslenskum tökuorðum, samsvarandi „hreinum“ íslenskum orðum og samspili þar á milli bæði frá sjónarhóli tökuorðafræðinnar, þar sem tillit er tekið til nýmyndunar orða í víðasta skilningi (Halldór Halldórsson 1964, Betz 1974, Gusmani 1981), og málræktarfræðinnar (Vikør 2007, Ari Páll Kristinsson 2006, 2007).

 

Sigríður Sigurjónsdóttir og Iris Edda Nowenstein:

Nýja setningagerðin og þolmynd í máltöku íslenskra barna

Í þessu erindi verða kynntar niðurstöður rannsókna á skilningi ungra barna á þolmynd og skyldum setningagerðum í íslensku og á því hvort einhver merkingar- eða notkunarmunur er á hefðbundinni þolmynd og nýju setningagerðinni, svokölluðu.

Annars vegar var sér samið próf sem kannar skilning á þolmynd og skyldum setningagerðum, lagt fyrir 55 leikskólabörn á aldrinum 3;0-5;6 ára, 5 ellefu ára grunnskólabörn og 10 fullorðna. Í prófinu voru eftirfarandi sex setningagerðir prófaðar:

(1)

 • Germynd: Hundurinn batt hestinn.
 • Germynd með kjarnafærðu andlagi:
 • Hestinn batt hundurinn.
 • Þolmynd án af-liðar: Hesturinn var bundinn.
 • Þolmynd með af-lið: Hesturinn var bundinn af hundinum.
 • Leppþolmynd: Það var bundinn hestur.
 • Nýja setningagerðin: Það var bundið hestinn.

Þessar setningagerðir voru prófaðar með sögnum sem hafa mismikil áhrif á andlag sitt og prófuð voru sagnapör í hverjum merkingarflokki, þar sem önnur sögnin tekur andlag í þolfalli en hin í þágufalli, t.d. snertisagnirnar kitla (þf.) og klappa (þgf.). Niðurstöður sýna að leikskólabörn eiga marktækt auðveldara með að skilja germyndarsetningar og nýju setningagerðina en aðrar setningagerðir sem prófaðar voru. Ekki er tölfræðilega marktækur munur á skilningi þeirra á þolmynd án af-liðar og leppþolmynd en þau eiga erfiðara með þolmynd með af-lið og erfiðast með germynd með andlagskjarnafærslu. Einnig kemur fram marktækur munur á skilningi barnanna eftir því hversu mikil áhrif sögnin hefur á andlag sitt í þolmynd og nýju setningagerðinni, en fall andlagsins hefur ekki áhrif á niðurstöðurnar.

Hins vegar tóku 30 börn á aldrinum 6;0-9;0 ára þátt í könnun sem hafði það markmið að laða fram hefðbundna þolmynd og nýju setningagerðina, en það hafði reynst erfitt í fyrri rannsóknum. Auk þess var ætlunin að varpa ljósi á þá spurningu hvort hefðbundin þolmynd og nýja setningagerðin hafi sama notagildi. Börnin voru fengin til að mynda setningar þar sem áherslan var annars vegar á verknað en hins vegar á þolanda verknaðarins og einnig voru þau beðin um að velja á milli tveggja setningagerða. Niðurstöður könnunarinnar benda til að merkingar- eða notkunarmunur sé á hefðbundinni þolmynd og nýju setningagerðinni. Börnin nota frekar nýju setningagerðina þegar áhersla er lögð á verknað en hefðbundna þolmynd þegar athyglinni er beint að þolanda. Einnig kom í ljós að yngri börnin (í fyrsta bekk grunnskóla) notuðu frekar nýju setningagerðina en þau eldri (í þriðja bekk) mynduðu frekar hefðbundna þolmynd. Þessar niðurstöður eru mikilvægar þegar menn velta fyrir sér þróun þessarar málbreytingar og gefa þar að auki innsýn í máltöku barna þegar tilbrigði eru til staðar í setningagerð ílagsins.

 

Jóhannes Gísli Jónsson og Ingunn Hreinberg Indriðadóttir:

Færsla þungs nafnliðar og málfræðihlutverk

Rannsóknir á færslu þungs nafnliðar í ensku hafa gefið til kynna að það sé ekki aðeins þyngd nafnliðarins sem skiptir máli, heldur einnig þyngd þess liðar sem næst honum stendur (Hawkins 1994, Wasow 1997, Stallings & MacDonald 2011). Hlutfallsleg þyngd orðastrengsins á milli aðalsagnarinnar og þunga andlagsins virðist hafa mikið um það að segja hvort hægt sé að fresta nafnliðnum (sbr. The radio listeners accepted without doubt/without doubt or any bit of concern the whole story about the defects in the new Mazda). Í íslensku er ekki aðeins hægt að fresta beinum andlögum, eins og í ensku, heldur einnig frumlögum og óbeinum andlögum (Höskuldur Þráinsson 2007).

Í fyrirlestrinum lýsum við niðurstöðum nýrrar rannsóknar um áhrif þyngdar og hlutfallslegrar þyngdar í íslensku. 409 manns tóku þátt með því að svara könnun á netinu og leggja mat á setningar með frestuðum frumlögum og beinum andlögum. Tekið var tillit til hlutfallslegrar þyngdar frestaða nafnliðarins í setningunni og forsetningarliðarins sem næst honum stóð en einnig til gerðar nafnliðarins. Niðurstöðurnar gefa til kynna að hlutfallsleg þyngd hafi áhrif á mat málhafa á setningum með frestuðum þungum nafnliðum og að einnig skipti máli hvort nafnliðurinn er frumlag eða beint andlag.

 

Ásgrímur Angantýsson:

Tvenns konar sagnfærsla i elfdælsku

Í Dölunum í Vestur-Svíþjóð tala um 2400 íbúar, einkum af elstu kynslóðinni, svonefnt Alvdalsmal eða elfdælsku (e. Ovdalian/Elfdalian). Ólíkt skandinavísku meginlandsmálunum varðveitir þetta málafbrigði tiltölulega ríkulegt beygingarkerfi og setningagerðin á að vissu leyti meira skylt við norrænu eyjamálin en sænsku (sjá Holmberg og Platzack 1995:8). Orðaforði og framburður elfdælsku er einnig svo frábrugðinn öðrum norrænum málum að hún er óskiljanleg öðrum en þeim sem hafa alist upp við hana eða lagt sig sérstaklega eftir að læra hana. Þess vegna hefur því verið haldið fram að hún eigi að teljast sjálfstætt tungumál frekar en sænsk mállýska (sjá umræðu hjá Bentzen, Rosenkvist og Johannessen 2015:3–4). Til eru nokkuð greinargóðar lýsingar á elfdælskum orðaforða, hljóðafari, beygingum og málfélagslegum aðstæðum, en setningafræðilegar rannsóknir eru brotakenndari.

Í skrifum um norræna setningafræði er elfdælska víða nefnd í framhjáhlaupi, einkum í tengslum við sagnfærslu (sjá t.d. Vikner 1997 og Koeneman og Zeijlstra 2014), en umræðan er sjaldnast byggð á ítarlegum gögnum eða beinum athugunum á málinu sjálfu. Hér verður sjónum beint að orðaröð í elfdælskum aukasetningum, einkum stöðu persónubeygðrar sagnar og kjarnafærslu eins og í dæmum (1) og (2), með samanburði við skyld mál. Markmiðið er að varpa ljósi á stöðu elfdælsku meðal norrænna mála í beygingarlegu og setningarlegu tilliti út frá samanburðarhæfum málgögnum.

(1) Sögn í öðru sæti (S2) og sögn í þriðja sæti (S3)

 1. Du wet at påitjin twa’dd oltiett biln.
 2. Du wet at påitjin oltiett twa’dd biln.

(Þú veist að strákurinn þvær alltaf/alltaf þvær bílinn.)

(2) Kjarnafærsla

 1. An wart iwari at an add it lesið ǫ-dar buotję.
 2. An wart iwari at ǫ-dar buotję add an it.

(Hann uppgötvaði að hann hafði ekki lesið þá bók/að þá bók hafði hann ekki lesið.)

Í fyrirlestrinum verða kynntar tilgátur um innbyrðis samband formgerða á borð við (1) og (2) og um tengsl milli sagnbeygingar og sagnfærslu. Elfdælska líkist færeysku að því leyti að gera þarf ráð fyrir tvenns konar sagnfærslu í aukasetningum, annars vegar færslu sagnar úr sagnlið (SL) í beygingarlið (BL) eins og í íslensku, og hins vegar færslu sagnar úr SL í tengilið (TL) eins og í skandinavísku meginlandsmálunum (sjá Ásgrím Angantýsson 2013). Sérstaka athygli vekur að elstu þátttakendurnir leyfa sagnfærslu frekar en þeir yngstu og að einföldunar í sagnbeygingunni virðist einungis gæta í yngsta hópnum.

 

Halldór Ármann Sigurðsson:

„Jag vill vara dig“: Um fallmörkun i sænsku

Greina má germönsk mál í tvær deildir eftir „fallaríkidæmi“ þeirra. Íslenska, þýska, færeyska, jiddíska og e.t.v. elfdalska mega teljast vera (misjafnlega) stondug fallamal. Önnur germönsk mál eru fatakleg fallamal, þar á meðal enska, norska, sænska, danska, hollenska, frísneska og afríkaans. Fallmörkun í þessum fátæklegu fallamálum takmarkast að mestu við persónufornöfn og einkennist m.a. af því að fallasamræmi innan nafnliða er með öllu horfið, jafnvel í eignarfallsliðum. Fallakerfi af þessu tagi hafa vakið litla athygli og takmarkaðan áhuga málfræðinga (reyndar að nokkru leyti að enska fallakerfinu undanskildu, sjá m.a. Schütze 2001, Quinn 2005).

Hér segir nokkuð frá fallmörkun í sænsku en hún er að sumu leyti frábrugðin fallmörkun í ensku, norsku og dönsku. Sænska er t.d. eins og íslenska að því leyti að sagnfylling í venjulegri aðalsetningu stendur undantekningarlaust i nefnifalli: Det är bara jag, sbr. hins vegar It’s only me. Sænsk fallmörkun er þó ekki í eins föstum skorðum og ætla mætti af lestri yfirlitsrita um sænska málfræði heldur virðist hún vera að breytast í tvær ólikar áttir, ef svo má segja. Sumir málhafar geta t.d. fellt sig við sagnfyllingarþolfall í nafnháttum: Det är inte latt att vara mig, Jag vill vara dig, du kan vara mig („Það er ekki auðvelt að vera mig“, „Ég vil vera þig, þú getur verið mig“). Þetta mætti kalla þolfallshneigð. Hún lætur enn sem komið er lítið fyrir sér fara í sagnfyllingum í sænsku, er lengra á veg komin í sagnfyllingum í hollensku og frísnesku, nánast orðin að reglu í ensku og algerlega í dönsku. Aftur á móti er þolfallshneigð meginregla í samanburðarliðum í sænsku hversdagsmáli (eins og almennt í dönsku og ensku): Hon är 14 större än dig („Hún er stærri en þig“). Í sumum formgerðum er nefnifallshneigð svo áberandi, t.d. í 3. persónu andlögum sem taka með sér fyllilið: De såg hon med hatten („Þau sáu hún (sem var) með hattinn“). Fjallað verður um þessar breytingar og sagt frá fyrirhugaðri könnun á útbreiðslu þeirra. Jafnframt verður bent á að sænsk fallmörkun er til vandræða fyrir útbreiddar kenningar um föll, þar á meðal kenningar Chomskys, alhæfingu Burzios og greiningu Schützes á merktri og ómerktri fallmörkun. Föll virðast marka fleiri og fjölbreytilegri fyrirbæri í máli en oft er talið, sem er merkilegt í ljósi þess að mörg tungumál eru algerlega sneidd föllum (Iggesen 2013).