Rask-ráðstefnur

Íslenska málfræðifélagið hefur frá 1986 haldið árlega ráðstefnu sem kennd er við danska málfræðinginn Rasmus Christian Rask. Þar eru flutt erindi um fjölbreytt efni á sviði íslenskrar og almennrar málfræði. Undanfarin ár hefur Málvísindastofnun Háskóla Íslands einnig staðið að ráðstefnunni í samvinnu við félagið. Rask-ráðstefnan er að jafnaði haldin síðasta laugardag í janúarmánuði í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.