Ásgrímur Angantýsson

Stílfærsla í skandinavísku meginlandsmálunum

Í fyrirlestrinum verður fjallað um stílfærslu (SF) í skandinavísku meginlandsmálunum frá samtímalegu sjónarhorni. Andstætt þeirri fullyrðingu að SF sé ekki lengur fyrir hendi sem virkt orðaraðartilbrigði í þessum málum (sjá t.d. Höskuld Þráinsson 2007:376 og Ásgrím Angantýsson 2011:183 og rit sem þar er vísað til) er sýnt með dæmum að misjafnlega „frosnar“ stílfærslulegar setningar koma ekki aðeins fyrir í sænsku, eins og Engdahl (2012) hefur bent á (1), heldur einnig í norsku (2) og jafnvel líka dönsku (3) þar sem sumir málhafar samþykkja dæmi um SF að vissu marki, eða hafna þeim a.m.k. ekki algjörlega (Tallai 2022).

(1)       a.  Om     så    sker,         måste        man     dra     i     nödbromsen.  (sæn.)
ef       svo   gerist       verður       maður  toga    í    neyðarhemilinn
‘Ef svoleiðis gerist verður að nota neyðarhemilinn.’

b.  Det    berör     på     vad     som            händer.                     (sæn.)
það    snertir   á       hvað    sem    þá         gerist
‘Það veltur á því hvað síðan gerist.’

(2)       a. Det som verre er …                                                                       (nor.)
það sem verra er
b. … som sagt er …                                                                             (nor.)
sem sagt  er
c.  … som tenkjast kunne …                                                            (nor.)
sem hugsast    getur

(2)       a.  %Der   er   bevis    på,       at    bedst  er at bo …                        (dan.)
það   er   sönnun    á      að   best     er að búa
‘Það er sönnun þess að best er að búa ….’

b.  % … som frem er kommet …                                                       (dan.)
sem  fram er komið

Leitast verður við að svara því (i) að hvaða marki hægt er að halda því fram að stílfærsla sé enn við lýði í skandinavísku meginlandsmálunum, (ii) hvers konar dóma hún fær í mismunandi setningagerðum, (iii) hvernig SF birtist í textum og töluðu máli og (iv) hvernig hún hegðar sér í samanburði við íslensku og færeysku þar sem hún er vel þekkt. Gögnin sem sagt verður frá benda til þess að sú (takmarkaða) stílfærsla sem enn má finna merki um í þessum málum skilyrðist í fyrsta lagi af setningarlegu umhverfi, í öðru lagi af gerð og eiginleikum stílfærðra orða og liða og í þriðja lagi af lexíkölskum og málaðstæðubundnum þáttum.

Ritaskrá
Ásgrímur Angantýsson. 2011. The Syntax of Embedded Clauses in Icelandic and Related
Languages
. Reykjavík: Hugvísindastofnun Háskóla Íslands.

Engdahl, Elisabet. 2012. Review. Ásgrímur Angantýsson. The Syntax of Embedded Clauses
in Icelandic and Related Languages. Nordic Journal of Linguistics vol. 35:1, 91–96.
doi:10.1017/S0332586512000145

Höskuldur Þráinsson. 2007. The Syntax of Icelandic. Cambridge: Cambridge University
Press.

Tallai, Albert Simon. 2022. Stylistic Fronting in Mainland Scandinavian revisited. Handrit. Háskóla Íslands.