Barnamál og málfræðikennsla
Ýmis gögn úr barnamáli, bæði úr móðurmáli og öðru máli, má nota í málfræðikennslu í skólum til að varpa ljósi á málkunnáttuna, hvað felst í henni og hvernig börn öðast hana. Þrjú dæmi:
- Framburður og hljóðkerfi: Heimilishundurinn er orðinn nokkuð gamall og í daglegu tali kallaður Krummi gamli. Tveggja ára barnið á heimnilinu getur ekki alveg sagt það og segir í staðinn Pummi bammi. Hvað er það sem barnið er búið að tileinka sér þarna? Af hverju segir það ekki til dæmis Bummi pammi?
- Beygingakerfið: Sex ára strákur er að tileinka sér ensku sem annað mál í Bandaríkjunum.
Orðaforðinn er takmarkaður og þegar hann ætlar að segja leikfélögum sínum að hann þurfi að
sækja spýtuna sína segir hann: I must sæk my spýt. Hvað er strákurinn ómeðvitað að gera við
þessi íslensku „tökuorð“ sem hann notar í enskunni?
- Samspil merkingar og setningagerðar: Sami sex ára strákur hittir bandarískan málvísindamann sem hefur verið að kynna sér íslensku. Strákurinn talar íslensku við hann en sá bandaríski segist bara kunna „mjög dálítið“. Í framhaldi af þessu segir strákurinn við pabba sinn: Það er ekki hægt að segja „mjög dálítið“, pabbi. Hvernig veit strákurinn það? Ætli honum hafi verið sagt það?