Gauti Kristmannsson

Inngilding og útilokun í sögulegri ættfræði tungumálanna: Rask og ruglingurinn um keltnesku málin 

Rasmus Kristian Rask er vitaskuld einn af höfuðbandamönnum íslenskrar tungu og frægur fyrir framlag sitt til sögulegra málvísinda á fyrri hluta nítjándu aldar. En það er þekkt að hann ruglaðist aðeins í ríminu hvað varðar keltnesku málin og er það líkast til af einhverjum misskildum þjóðernislega-germönskum ástæðum. Upphaf þessa misskilnings má rekja til lesturs hans á enskri þýðingu Thomsar Percys, biskups af Dromore, á Introduction à l’histoire de Dannemarc  eftir hirðsagnfræðing Danakonungs Paul-Henri Mallet. Í þessum fyrirlestri verður farið yfir forsendur Percys sem þýddi „gegn textanum“ og hvernig sá misskilningur sem hann skapaði þar smitaðist yfir í málfræðirannsóknir Rasks, að minnsta kosti um tíma.