Einar Freyr Sigurðsson

„Pabbi, ekki taka matinn og ég ætla að fá“ – Um tengiorð í máli barns á máltökuskeiði

Rætt verður um tengiorðið og (eða o) í máli fjögurra ára barns. Það alhæfir og í ýmsum geðrum aukasetninga þrátt fyrir að í ílaginu komi tengingin ekki fyrir í því umhverfi.

(1) Pabbi, ekki taka matinn og ég ætla að fá
(2) Hann vissi ekki og það var bíll þarna fyrir
(3) Viltu sjá mig og ég fer aftur á bak upp tröppur

Í dæmunum í (1)–(3) sést að sama tengiorðið er notað sem höfuðorð tilvísunarsetningar (sjá (1), sbr. sem), sem höfuðorð fallsetningar (sjá (2), sbr. að) og sem höfuðorð tíðarsetningar (sjá (3), sbr. þegar). Þetta bendir til þess að barnið flokki saman ólíkar tengingar en þó virðist nafnháttarmerkinu að haldið skýrt aðgreindu frá aukatengingunni að (og öðrum aukatengingum). Þetta fellur vel að ýmsum hugmyndum sem settar hafa verið fram um tengiliði og tengihausa. Ekki er þó ljóst hvernig stendur á notkun og (eða o) í máli barnsins en það verður til frekari umræðu í erindinu og bent á ýmsar setningagerðir í íslensku með og. Einnig verða ýmis önnur frávik skoðuð í notkun aukasetninga í máli barnsins (t.d. sérðu ég fann? án tengiorðs).