Haraldur Bernharðsson

Unnur og Auður djúpúðga

Í Laxdæla sögu, Eyrbyggja sögu, Eiríks sögu rauða, Njáls sögu, Landnámabók og Íslendingabók er sagt frá dóttur Ketils flatnefs og hún ýmist nefnd UnnrUðr eða Auðr og auknefnd djúpúðga eða djúpauðga. Líkt er á komið með dóttur Ívars víðfaðma og dóttur Snorra goða: báðar eru þekktar sem Unnr og Auðr. Þessarar ósamkvæmni hefur auðvitað oft verið getið í textaútgáfum og víðar án þess þó reynt hafi verið að skýra skipulega hvernig á henni standi. Bent hefur verið á að Uðr, þekkt hliðarmynd af Unnr, kunni að hafa verið stikla á milli nafnanna Unnr og Auðr, án þess þó að ljóst sé hvers eðlis sú breyting hafi verið. Hér verður leitast við að bregða birtu á eðli víxlanna UnnrUðr og Auðr. Jafnframt verður hugað að auknefnunum djúpúðga og djúpauðga.