Tímaritið Íslenskt mál og almenn málfræði er gefið út af Íslenska málfræðifélaginu í samvinnu við Málvísindastofnun. Í því eru birtar rannsóknagreinar og yfirlitsgreinar um öll svið íslenskrar og almennrar málfræði, auk umræðugreina og smágreina, ritdóma og ritfregna. Félagar í Íslenska málfræðifélaginu eru áskrifendur að tímaritinu. Allir sem áhuga hafa á málfræði geta skráð sig.
Tímaritið kemur að jafnaði út einu sinni á ári. Tekið er við handritum allt árið en auk þess lokaskilafrestur í hvert hefti er auglýstur á vefsíðu Íslenska málfræðifélagsins (https://malfraedi.hi.is) og í tölvupósti til félagsmanna. Handrit skulu send á póstfangið islensktmal@hi.is.
Ritstjórar eru Ásta Svavarsdóttir, Einar Freyr Sigurðsson og Þórhallur Eyþórsson.
Félagar í Íslenska málfræðifélaginu eru áskrifendur að tímaritinu. Allir sem áhuga hafa á málfræði geta skráð sig.
Íslenskt mál er aðgengilegt á tímarit.is, nema fjórir síðustu árgangar.
Óskað eftir greinarhandritum fyrir Íslenskt mál
Ritstjórn tímaritsins Íslenskt mál og almenn málfræði óskar eftir handritum að greinum. Leiðbeiningar um frágang greina er að finna á heimasíðu Íslenska málfræðifélagsins: https://malfraedi.hi.is/islenskt-mal/
Meginefnisflokkar tímaritsins eru greinar og flugur. Í fyrri flokknum eru birtar ritrýndar rannsóknagreinar, yfirlitsgreinar og rýnigreinar, þ.e.a.s. ítarleg fræðileg umfjöllun um sérstaklega veigamikil rit (e. review articles). Síðari flokkurinn rúmar aftur á móti margs konar smágreinar um mál og málfræði, svo sem ábendingar, stuttar umræður um tiltekið efni, hugdettur og annað efni sem fólki flýgur í hug. Það efni er óritrýnt en lesið efnislega og formlega af ritstjórum. Loks eru ritfregnir og ritdómar um ný og forvitnileg rit um íslenska eða almenna málfræði vel þegin.
Vinna við 43. árgang (2021) er þegar hafin. Vilji höfundar eiga möguleika á að grein þeirra birtist í næsta hefti þarf handrit að berast fyrir 25. apríl 2021. Skilafrestur á flugum, ritdómum og ritfregnum fyrir Íslenskt mál 43 er rýmri, eða til 25. maí.
Greinakall – óskað eftir greinarhandritum fyrir Íslenskt mál 41 (2019)
Ritstjórn tímaritsins Íslenskt mál og almenn málfræði óskar eftir handritum að greinum fyrir 41. árgang (2019). Skilafrestur efnis er til 15. september 2019. Leiðbeiningar um frágang greina er að finna á heimasíðu Íslenska málfræðifélagsins: https://malfraedi.hi.is/islenskt-mal/.
Meginefnisflokkar tímaritsins eru greinar og flugur. Í fyrri flokknum eru birtar ritrýndar rannsóknagreinar, yfirlitsgreinar og rýnigreinar, þ.e.a.s. ítarleg fræðileg umfjöllun um sérstaklega veigamikil rit (e. review articles). Síðari flokkurinn rúmar aftur á móti margs konar smágreinar um mál og málfræði, svo sem ábendingar, stuttar umræður um tiltekið efni, hugdettur og annað efni sem fólki flýgur í hug. Það efni er óritrýnt en lesið efnislega og formlega af ritstjórum. Þá eru ritfregnir og umsagnir um bækur einnig birtar í tímaritinu og er fólk hvatt til að senda tímaritinu efni um áhugaverð ný rit.
Call for papers: Íslenskt mál og almenn málfræði 41 (2019)
The journal Íslenskt mál og almenn málfræði invites authors to submit papers for volume 41 (2019). The deadline is September 15th, 2019. Submission guidelines can be found on the Linguistic Society of Iceland’s webpage: https://malfraedi.hi.is/islenskt-mal/.
Íslenskt mál publishes papers on all aspects of Icelandic and general linguistics. There are two main categories for published papers in the journal: articles and squibs. In the first category we publish research articles, overview articles and review articles. The second category includes smaller articles on language and linguistics, such as observations and short notices on specific topics. Articles are refereed but squibs are not. Finally, we welcome book notices and reviews.