Varðandi póstlista félagsins
Félagsfólki sem er á póstlista félagsins berst vikulegur póstur varðandi málvísindakaffi og annað tilfallandi. Ef þú eða einhver í kringum þig ætti að vera á póstlista félagsins en er það ekki má viðkomandi gjarnan hafa samband í gegnum netfangið srf@hi.is og viðkomandi verður þá bætt við póstlistann. Vinsamlegast látið orðið berast.
Birt 29. október 2025
Eldri fréttir
Málvísindakaffi hefur hafið göngu sína á ný og verður haldið vikulega á skólaárinu 2025-2026 líkt og verið hefur. Tilkynningar með lýsingum á erindum eru sendar á póstlista félagsins, birtar í hóp félagsins á Facebook og einnig hér á síðunni.
Birt 10. september 2025
38. Rask-ráðstefnan
38. Rask-ráðstefna Íslenska málfræðifélagsins verður haldin í samvinnu við Málvísindastofnun Háskóla Íslands dagana 24.-25. janúar á Heimasvæði tungumálanna í Veröld – húsi Vigdísar. Ráðstefnan verður lengri og með hátíðlegra yfirbragði en venjulega í tilefni 45 ára afmælis Íslenska málfræðifélagsins, 50 ára afmælis Málvísindastofnunar og 25 ára afmælis Málvísindakaffis. Að ráðstefnunni lokinni verður boðið upp á léttar veitingar og skálað.
37. Rask-ráðstefnan
37. Rask-ráðstefna Íslenska málfræðifélagsins í samvinnu við Málvísindastofnun Háskóla Íslands verður haldin í fyrirlestrasal Eddu — Húsi íslenskunnar laugardaginn 27. janúar 2024.
Fyrri Rask-ráðstefnur (fellivalmynd)