Fréttir

38. Rask-ráðstefnan

38. Rask-ráðstefna Íslenska málfræðifélagsins verður haldin í samvinnu við Málvísindastofnun Háskóla Íslands dagana 24.-25. janúar á Heimasvæði tungumálanna í Veröld – húsi Vigdísar. Ráðstefnan verður lengri og með hátíðlegra yfirbragði en venjulega í tilefni 45 ára afmælis Íslenska málfræðifélagsins, 50 ára afmælis Málvísindastofnunar og 25 ára afmælis Málvísindakaffis. Að ráðstefnunni lokinni verður boðið upp á léttar veitingar og skálað.