Fréttir

Auglýst eftir erindum á Rask-ráðstefnu 2020

Íslenska málfræðifélagið, í samvinnu við Málvísindastofnun Háskóla Íslands, boðar til hinnar árlegu Rask-ráðstefnu laugardaginn 25. janúar 2020 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins.

Auglýst er eftir fyrirlestrum um íslenskt mál og almenna málfræði.

Hver fyrirlesari fær til ráðstöfunar 30 mínútur og er eðlilegt að ætla 5–10 mínútur af þeim til umræðna og fyrirspurna úr sal. Berist margar tillögur um erindi áskilur stjórn félagsins sér rétt til að stytta þann tíma sem hverjum fyrirlesara er ætlaður um allt að 10 mínútur. Jafnframt getur komið til þess að hafna þurfi einhverjum erindum og verður þá m.a. litið til þess hvort sami höfundur sendir inn fleiri en eina tillögu (sem eini höfundur eða meðhöfundur).

Þau sem vilja halda fyrirlestur eru beðin að senda vinnutitil og útdrátt um efnið (400–500 orð) til Eiríks Rögnvaldssonar (eirikur@hi.is) eigi síðar en 7. desember 2019 og skal tölvuskeytið merkt „Rask 2020“.