Vestfirsk áhersla

Í vestfirskri áherslu er lögð mest áhersla á forsetninguna þegar atviksorð, forsetning og fornafn koma saman í dæmum eins og framan í mig, upp á það, út úr því o.s.frv. Í máli annarra landsmanna er megináherslan á atviksorðið í samböndum af þessu tagi, þ.e. framan í mig, upp á það, út úr því.

Þessi áhersla er ennþá nokkuð áberandi í eðlilegu tali á Vestfjörðum en kemur síður fram í lestri nema hjá þeim sem eru fluglæsir. Ekki er mikið vitað um uppruna þessarar áherslu og Björn Guðfinnsson nefnir þetta framburðareinkenni ekki í skrifum sínum um framburð landsmanna um miðja 20. öld. Hins vegar má til gamans geta þess að Færeyingar hafa sömu áherslu og Vestfirðingar í samböndum af þessu tagi.

Útbreiðsla

Framburðardæmi

Málhafi: Karl úr Vestur-Ísafjarðarsýslu.