rn-/rl-framburður

Í máli flestra eru orð eins og Bjarni, varla borin fram eins og í þeim væri lokhljóðið /d/, þ.e. eins og skrifað væri Bjardni, vardla. Stundum hverfur r-ið meira að segja alveg og orðin hljóma eins og Bjadni, vadla.

Í svonefndum rn-,rl-framburði heyrist hins vegar alls ekkert d-hljóð í orðum af þessu tagi, þ.e. orðin hljóma líkt og Bjar-ni, var-la. Þessi framburður er trúlega upprunalegur en hann er nú nánast horfinn. Hann varðveittist lengst í Austur-Skaftafellssýslu. Þar var talsvert um hann þegar Björn Guðfinnsson gerði sínar framburðarrannsóknir (1940–1950) en 40 árum síðar fannst hann aðeins í máli elstu kynslóðarinnar þar.

Útbreiðsla og horfur

Framburðardæmi

Málhafi: austur-skaftfellsk kona.

Málhafi: austur-skaftfellskur karl.

Málhafi: austur-skaftfellskur karl.