Raddaður framburður

Þegar málhljóð eru rödduð sveiflast raddböndin með reglubundnum hætti. Það má finna þessar sveiflur með því að leggja fingurinn á barkakýlið þegar sagt er aaaaaa til dæmis. Þær haldast líka í hljóðinu /l/ ef sagt er Alli en í orðinu allt hætta þær um leið og l-ið byrjar.

Í rödduðum framburði er /ð/ raddað á undan /k/ og /l,m,n/ rödduð á undan /p,t,k/. Það þýðir að í orðum eins og maðkur, úlpa, stúlka, svampur, aumt, aumka, fantur, banki hljóma /ð,l,m,n/ eins og þau gera í orðunum maður, lar, stamur, vanur, angi, en lokhljóðin sem fara á eftir eru þá fráblásin eða hörð (þ.e. hljóma eins og /p,t,k/ fremst í orðum en ekki /b,d,g/).

Þeir sem hafa raddaðan framburð bera þó fram óraddað /l/ á undan /t/ í orðum eins og piltur, allt, velta. Sumir þeirra bera /l/ hins vegar fram raddað á undan /t/ sem er beygingarending (sbr. hvorugkynið gult af gulur, lt af sögninni mæla – mældi) en aðrir bera /l/ alltaf fram óraddað á undan /t/. Raddaður framburður hefur verið einkennandi fyrir Norðausturland en nær einnig til norðurhluta Austurlands (útbreiðslusvæði frá Skagafjarðarsýslu til Norður-Múlasýslu). Hann virðist þó á undanhaldi á þessu svæði.

Útbreiðsla og horfur

Framburðardæmi

Málhafi: eyfirskur karl.

Málhafi: eyfirsk kona.

Málhafi: skagfirskur karl.

Málhafi: suður-þingeysk kona.