hv-framburður

Í hv-framburði er gerður greinarmunur á orðapörum eins og hver og kver, hvalir og kvalir, hv og kv, hviða og kviða o.s.frv. Þá eru hv-orðin borin fram með svokölluðu uppgómmæltu önghljóði sem minnir á það hljóð sem er táknað með bókstafnum g í orðum eins og lagt. Stundum má heyra v-hljóð á eftir (þá mætti tala um [xv]-framburð ef [x] er látið tákna áðurnefnt önghljóð eins og oft er gert í hljóðritun) en sumir bera þessi orð án nokkurs v-hljóðs. hv-framburður finnst nú einkum á Suður- og Suðausturlandi á svæðinu frá Árnessýslu til Suður-Múlasýslu. Hann var útbreiddari áður og er nú á hröðu undanhaldi. Andstæða hans er kv-framburður, en í þeim framburði er ekki gerður neinn greinarmunur á orðunum í orðapörunum sem áður voru nefnd.

Útbreiðsla

Framburðardæmi

Málhafi: vestur-skaftfellsk kona.

Málhafi: vestur-skaftfellskur karl.

Málhafi: vestur-skaftfellskur karl.