Höggmæli

Orð eins og hefna, Bjarni, vegna, eru oftast borin fram með lokhljóðunum /b,d,g/ á undan /n/. Þetta er auðvitað í samræmi við stafsetningu orða eins og vegna en hin eru þá borin fram líkt og vænta mætti ef þau væru skrifuð hebna, Bjadnirn-orðum eins og Bjarni heyrist r-ið líka oft).

Í höggmæli kemur svonefnt raddbandalokhljóð í staðinn fyrir /d/ í orðum af þessu tagi. Það hljóð er myndað með því að loka alveg fyrir loftstrauminn upp um barkakýlið, líkt og menn gera áður en þeir hósta eða þegar þeir taka mikið á! Ekki er vitað hversu gamall þessi framburður er. Björn Guðfinnsson nefnir hann ekki í skrifum sínum um framburð um miðja 20. öld. Undir lok aldarinnar fannst hann hér og þar um landið. Hann var þó ekki algengur og virtist ekki bundinn við tiltekna kynslóð.

Framburðardæmi

Málhafi: karl úr Norður-Ísafjarðarsýslu