rd-/gd-/fd-framburður

Í rd-/gd-/fd-framburði eru orð eins og harður, sagði, hafði borin fram eins og lokhljóðið /d/ væri í þeim, þ.e. líkt og vænta mætti ef þau væru skrifuð hardur, sagdi, hafdi.

Óvíst er um aldur þessa framburðar, en um miðja 20. öld mátti enn heyra hann á Vestfjörðum og í Fljótum í Skagafirði. Undir lok aldarinnar var hann horfinn að mestu. Leifar hans má þó heyra í framburðinum heddi, haddi fyrir hefði, hafði sem stundum heyrist hjá fólki sem á rætur að rekja í Fljótin til dæmis, en þar hlýtur fd-framburður að liggja að baki.

Framburðardæmi

Málhafi: vestfirsk kona.