ks-framburður

Í svokölluðum ks-framburði heyrist greinilegt lokhljóð á undan [s] þar sem skrifað er x í orðum eins og buxur, vaxa, þ.e. líkt og ætla mætti ef skrifað væri buksur, vaksa.

Þessi framburður virðist hafa verið nýjung á síðari hluta 20. aldar því þá fannst hann aðeins í máli yngstu kynslóðanna. Eldri kynslóðir báru orð af þessu tagi fram með uppgómmæltu önghljóði á undan [s] í orðum af þessu tagi, þ.e. með sama hljóði og er táknað með g og k í orðum eins og lagt og rakt.

Þessi framburður var ekki bundinn við neinn tiltekinn landshluta.

Horfurit